Tufti túnfótur og Flamingóknaparnir

Pilkington Props-gestir á 20 ára afmæli Fiskidagsins mikla

Parið Daniel Adam Pilkington og Björg Einarsdóttir eru ásamt Thomas Burke að baki Pilkington Props. Daniel er menntaður í tölvuleikjahönnun, átti sér draum um að hanna og búa til hluti sem ekki væru stafrænir og stofnaði þess vegna Pilkington Props.

 Tufti túnfótur er rúmlega þriggja metra hátt tröll sem skapar varanlegar minningar í hjörtum allra sem sjá hann og með honum eru fyndnu og fjörugu tröllabörnin Drangskarfa og Skögulkatla sem eru á  stærð við fullorðnar manneskjur.

 Flamingóknaparnir frá Pilkington Props munu ásamt tröllunum heiðra gesti hátíðarinnar. Þeir eru stultugangandi knapar á baki um þriggja metra hárra flamingófugla. Knaparnir vekja ávallt  mikla athygli og það munu þeir örugglega gera líka á Fiskideginum mikla.