Ástin blómstrar á Fiskideginum Mikla

Í gegnum tíðina höfum við fengið sendar sögur og eða heyrt af pörum sem kynntust á Fiskidaginn Mikla. Í vikunni fengum við þakkabréf frá góðu fólki. 

Kæra Fiskidagsfólk takk fyrir að vera til, Fiskidagurinn Mikli fyrir 10 árum er besti dagurinn í lífi okkar en þá kynntumst við. Rákumst á hvort annað við borð sem að við settumst bæði við til að smakka ykkar dásamlega fisk tókum tal saman. Um kvöldið stöndum við allt í einu hlið við hlið á tónleikum og við erum saman enn í dag.

Og annað sem kom í síðsutu viku frá hjónum sem búa á Dalvík, hún frá Akureyri og hann frá Dalvík

Gaman að segja frá því að í ár á Fiskisúpukvöldinu eru 10 ár síðan við hittumst eftir Sálarball  í Víkurröst á Fiskidaginn mikla .Án Fiskidagsins mikla hefðum við kannski aldrei hist. Þess má geta að þessi hjón munu bjóða uppá Fiskisúpu í ár í Böggvisbrautinni.

Við þekkjum líka gott fólk sem hefur starfað fyrir Fiskidaginn mikla og kynntist þannig og fékk sér göngutúr niður með norðurfjörunni fyrir mörgum árum. Nánast á hverju ári fara þau á þennan stað í fjörunni til rifja upp minningar og viðhalda ástinni .